Innlent

„Gott að enginn getur séð myndbandið - engin sönnun“

Andri Ólafsson skrifar
Fimmmenningunum hefur verið sleppt úr haldi.
Fimmmenningunum hefur verið sleppt úr haldi.
Fimmmenningarnir sem sakaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku aðfararnótt sunnudagsins 4. maí ræddu atvikið sín á milli á Facebook samkvæmt heimildum Vísis. Þar hafi meðal annars komið fram frá einum þeirra að gott sé að enginn geti séð myndbandið - þá liggi engin sönnun fyrir.

Einn sakborninganna mun einnig hafa verið í samskiptum við stúlkuna eftir atvikið og beðist afsökunar.

Lögreglan heldur því fram að myndbandið sem liggur fyrir í málinu og var tekið af einum piltanna staðfesti frásögn stúlkunnar af verknaðinum.

Nauðgunin mun hafa staðið yfir í um eina klukkustund og leitaði stúlkan á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem fundust á henni áverkar.

Lögreglan krafðist mánaðar áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimmmenningunum sem voru úrskurðaðir í viku varðhald í síðustu viku en það rann út í dag. Dómari synjaði þeirri kröfu lögreglunnar á þeim grundvelli að það væri ekki nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Lögreglan hefur kært úrskurðinn.

Drengirnir hafa allir neitað sök þó þeir hafi gengist við því að hafa haft samfarir við stúlkuna og segja það hafa verið með hennar vilja. Þeir eru á aldrinum sautján til nítján ára.


Tengdar fréttir

Stúlkan lagði sjálf fram myndbandsupptökuna

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir fjórum af fimm piltum sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku. Myndbandsupptaka er sögð styðja framburð hennar um atvikið.

Piltunum fimm sleppt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu ákæruvaldsins um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir piltunum fimm sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku þar síðustu helgi. Þeim verður því sleppt í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×