Handbolti

„Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsfyrirliðinn með skóna sem hann notar í kvöld.
Landsliðsfyrirliðinn með skóna sem hann notar í kvöld. mynd/instagramsíða Guðjóns
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er í áhugaverðu viðtali á gayiceland.is þar sem hann skýrir frá ákvörðun sinni að styðja við baráttu LGBTI+ samfélagsins með því að klæðast skóm sem skarta regnbogafánanum.

Guðjón Valur er og hefur verið einn besti handboltamaður heims um langa tíð og ætlaði að styðja þessa baráttu með því að vera með fyrirliðabandið sitt í regnbogalitum á EM í Póllandi í fyrra.

Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöld

„Ég og Bjarte Myrhol, fyrirliði norska liðsins, ætluðum að vera með fyrirliðabönd í regnbogalitum en fengum að vita á síðustu stundu að það stangast á við reglur um klæðnað leikmanna,“ sagði Guðjón Valur meðal annars í viðtalinu.

Sjá einnig: Guðjón Valur styður við réttindabaráttu hinsegin fólks á HM

„Mér fannst það skrýtin túlkun á reglunum, sérstaklega þar sem það þykir ekki athugavert að vera með skærappelsínugult fyrirliðaband.“

Guðjón Valur er með styrktarsamning við íþróttvöruframleiðandann Mizuno sem útbjó skó fyrir hann sérmerkta honum - annar skór var með íslenska fánanum og hinn regnbogafánanum.

Hann segir afar ólíklegt að honum verði bannað að klæðast þessum skóm.

„Þeir geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik!“ sagði fyrirliðinn enn fremur.

Lestu allt viðtalið á heimasíðu gayiceland.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×