Sport

„Gengur betur en ég þorði að vona“

Telma Tómasson skrifar
Ísólfur Líndal Þórisson hreppti gullið í annað sinn í Meistaradeild í hestaíþróttum, í keppni í fimmgangi sem fram fór í gærkvöldi. Það var skeiðið sem réð úrslitum, en framan af leiddi hástökkvari keppninnar, Hulda Gústafsdóttir á Birki frá Vatni. Þegar kom að skeiðinu sýndi hestur Ísólfs, Sólbjartur frá Flekkudal, yfirburðatakta og skutust þeir félagar þar með í efsta sætið. Daníel Jónsson á nýstirninu Þór frá Votumýri hafnaði í öðru sæti og var hann í essinu sínu. Hulda Gústafsdóttir, sem var stöðugt í sókn, nældi sér síðan í þriðja sætið eftir hörkuspennandi keppni.

Ísólfur var alls óviss um að sigur væri í höfn fyrr en þulur tilkynnti endanlega niðurstöðu, eins og hann sagði í viðtali við Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

A úrslit

  1. Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal 7,50
  2. Daníel Jónsson  -  Þór frá Votumýri 2 7,43
  3. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni 7,38
  4. Reynir Örn Pálmason - Greifi frá Holtsmúla 1 7,36 
  5. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa 7,07

Hægt er að sjá nánari úrslit á heimasíðu Meistaradeildarinnar

Meðfylgjandi er myndskeið af efstu hestum í A-úrslitum og viðtalsbrot við Ísólf. 

Stöð 2 Sport var með beina útsendingu frá keppninni í gærkvöldi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×