Lífið

#fokkofbeldi húfurnar rjúka út - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fokk Ofbeldi húfurnar.
Fokk Ofbeldi húfurnar. vísir
Sala á Fokk ofbeldi-húfunni hófst í síðustu viku í verslunum Eymundsson um land allt en húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín.

Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta og nú frá því við lok seinni heimsstyrjaldar. Þær eru oft einar á ferð með börnin sína eftir að hafa orðið viðskila við eiginmenn sína eða misst þá.

Ágóðinn af sölunni á Fokk ofbeldi-húfunni rennur til verkefna UN Women á landamærastöðvum en húfan verður í sölu til 25. febrúar.

Það er greinilegt að gríðarlega margir hafa keypt húfuna hér á landi, og sérstaklega ef marka kassamerkið #fokkofbeldi á Instagram og Twitter en þar rignir inn myndum og tístum um málefnið. Hér að neðan má sjá flotta Íslendinga með þessar húfur.


Tengdar fréttir

Fokk ofbeldi-húfan til stuðnings konum á flótta

Sala á Fokk ofbeldi-húfunni hefst í dag í verslunum Eymundsson um land allt en húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×