Tónlist

„Flugþreyttur en ég verð fullur á eftir svo það er í lagi“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bræðurnir Caleb og Jared á sviðinu í kvöld.
Bræðurnir Caleb og Jared á sviðinu í kvöld. vísir/ernir
„Ég er svolítið flugþreyttur en ég verð fullur í kvöld svo það er í lagi,“ sagði Caleb Followill söngvari Kings of Leon á sviðinu í Höllinni nú fyrir skemmstu. Bandaríska rokksveitin er sem stendur að halda þar tónleika en þetta er í fyrsta skipti sem þeir koma til landsins.

Sveitin kom til landsins í morgun og ætla strákarnir fjórir að skoða næturlífið í borginni að loknum tónleikunum í Höllinni áður en þeir halda af landi brott. „Það er frábært að vera hér og við höfum lengi hlakkað til að koma,“ sagði Caleb einnig í upphafi tónleikanna.

Strákarnir í Kaleo hituðu upp fyrir bandarísku stórstjörnurnar og stóðu sig með stakri prýði. „Þeir verða að koma einhverntíman til Nashville. Við heyrum talsvert í þeim þar í útvarpinu,“ sagði söngvarinn og áður en hann taldi í sagði hann að þetta væri ekki í síðasta skipti sem þeir kæmu hingað. 


Tengdar fréttir

Þrír risa LED skjáir verða á Kings of Leon

"Að þessu sinni tekur uppsetningarferlið sirka fjóra daga,“ segir Hrannar sem starfar sem verkefnisstjóri fyrir Senu sem stendur fyrir Kings of Leon tónleiknum á fimmtudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×