Innlent

"Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar.
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. vísir/vilhelm
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, kom í ræðustól á þingi í dag og tók af allan vafa um það að ekki verði fundað í nefndinni í fyrramálið eins og boðað hafði verið. Átti að funda með verkefnastjórn um rammaáætlun en sagði Jón að fresta hafi þurft fundinum þar sem formaður verkefnastjórnarinnar er erlendis.

Fundur með verkefnastjórn verður því næstkomandi þriðjudag en sagðist Jón efast um að eitthvað nýtt kæmi fram á þeim fundi þar sem atvinnuveganefnd og verkefnastjórnin hefðu nú þegar fundað um málið.

„Því er haldið fram að þingið sé í uppnámi en það er enginn í uppnámi nema minnihlutinn. [...] Við sitjum hér undir hótunum um hjaðningavíg og lögleysu sem eru órökstudd tækifærissök.“

Sagðist Jón að auki ekki muna eftir slíkri framkomu þingmanna áður en stjórnarandstaðan hefur ekki sparað stóru orðin í dag og sagði Össur Skarphéðinsson meðal annars að tveir „talíbanar“ væru með þingið í gíslingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×