Fótbolti

Enginn fótbolti á Spáni eftir 16. maí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fer Cristiano Ronaldo snemma í sumarfrÍ?
Fer Cristiano Ronaldo snemma í sumarfrÍ? Vísir/Getty
Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að flauta tímabilið af 16. maí næstkomandi en sambandið er mjög ósátt við að þeirra mati yfirgang spænskra stjórnvalda.

Aðalmálið er tekjuskipting vegna sjónvarpsréttinda í spænska fótboltanum en forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins telja sig hlunnfarna í nýjum lögum stjórnvalda í landinu.

Spænska knattspyrnusambandið er mjög ósátt að fá bara 4,55 prósent hluta af heildatekjunum.

Spænska sambandið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það tilkynnti um ákvörðun sína um leið og menn þar á bæ óskuðu eftir viðræðum við stjórnvöld. Þar sem þeir hafa hingað til ekki fengið nein viðbrögð ákváðu þeir þessar róttæku "verkfallsaðferðir".

Allir leikir eftir 16. maí hafa því verið flautaðir af og þar á meðal er bikarúrslitaleikurinn milli Barcelona og Athletic Bilbao. Barcelona er með tveggja stiga forystu á Real Madrid þegar þrjár umferðir eru eftir að spænsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×