Innlent

Enginn ferskur kjúklingur í Bónus: „Útlitið er ekki gott“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Viðskiptavinir Bónus geta ekki keypt ferskan kjúkling þar til verkfallinu lýkur.
Viðskiptavinir Bónus geta ekki keypt ferskan kjúkling þar til verkfallinu lýkur. Mynd/Vísir
„Staðan er þannig allavega í Bónus að ferskur kjúklingur er búinn, við fáum ekkert svínakjöt afgreitt af nýslátruðuð, það er eitthvað til af nautakjöti en það mun klárast fjótlega upp undir næstu helgi geri ég ráð fyrir," sagði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Orsökin er verkfall dýralækna sem sjá alfarið um slátrun spendýra og kjúklinga.

Er hægt að sjá fyrir sér aðrar leiðir í þessu eins og aukinn innflutning?

„Nei, við erum bundin af því að dýralæknar þurfa að skrifa upp á allan innflutning þó að varan sé komin til landsins og við eigum hana hérna tilbúna." Undirskrift dýralæknis þarf til þess að leysa vöruna út.

„En við eigum hér labmakjöt og nóg af fiski þannig að ég held að neytendur muni leita í aðrar vörur.“

Guðmundur telur að hratt muni ganga á þær birgðir sem til eru af innfluttu í frosti.

Guðmundur segir að ekki verði farið í magntakmarkanir á því sem kaupa má.

„Útlitið er ekki gott. Það er nú eiginlega „bottom line-ið“ í þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×