Erlent

„Eitt epli á dag heldur Pútín fjarri“

Atli Ísleifsson skrifar
Pólverjar vilja styðja við bakið á bændum sínum, en búist er við að þeir verði af nokkrum tekjum vegna ákvörðunar Rússlandsstjórnar.
Pólverjar vilja styðja við bakið á bændum sínum, en búist er við að þeir verði af nokkrum tekjum vegna ákvörðunar Rússlandsstjórnar. Vísir/AFP
Fjöldi Pólverja segjast ætla auka ávaxtaát sitt vegna ákvörðunar Rússlandsstjórnar að hefta ávaxtainnflutningi frá Póllandi og til Rússlands.

Ákvörðun Rússlandsstjórnar var liður í svari hennar við viðskiptaþvingunum ESB gegn Rússum, vegna stuðnings Rússa við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.

Pólverjar og fleiri hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem merkingin #jedzjablka, eða #borðiðepli hefur verið vinsælt. Vilja Pólverjar þannig styðja við bakið á bændum sínum, en búist er við að þeir verði af nokkrum tekjum vegna ákvörðunar Rússlandsstjórnar.

Á vef DN segir að Pólverjar hafi mikið verið að grínast á Twitter með merkingunni #jedzjablka, og hafa menn meðal annars sagt að „eitt epli á haldi Pútín fjarri“. Þá hafa fleiri þúsund manns gengið í hóp á Facebook undir nafninu  „Borðaðu epli og pirraðu Pútín“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×