Lífið

"Einstök reynsla sem ég vil ekki upplifa aftur"

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Sölvi Blöndal lá í vikutíma lá á Bæklunardeild Landspítalans.
Sölvi Blöndal lá í vikutíma lá á Bæklunardeild Landspítalans. Mynd/Einkasafn
Tónlistarmaðurinn Sölvi Blöndal ætlar að styrkja Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) með því að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu.

Sölvi slasaðist alvarlega á snjóbretti í janúarmánuði síðastliðnum með þeim afleiðingum að hann hryggbrotnaði.

„Ég missti jafnvægið í loftinu, lenti á bakinu og fann strax að eitthvað hafði gerst. Ég var heppinn að það fólk sem kom að mér sem kunni að hlúa að slösuðum,“ segir Sölvi um slysið.

Quarashi kemur fram á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina.Vísir/Daníel
Hann lá á bæklunardeild Landspítalans í viku en segir þó heilsuna vera að koma.

„Ég er með fulla vinnuorku en finn samt alveg til. Ég ætla samt að fara á snjóbretti aftur,“ bætir Sölvi við.

Hann segist hafa orðið hræddur um að hafa skaðað sig varanlega.

„Þetta er einstök reynsla sem ég vill ekki upplifa aftur,“ bætir Sölvi við.

Hefur slysið einhver áhrif á trommuleikinn?

„Ég róta allavega ekki trommusettinu en ég get alveg spilað. Læknirinn hvatti mig til þess að fara spila aftur, nú vantar mig eiginlega bara trommustól með baki.“

 

Hann kemur fram ásamt hljómsveitinni sinni Quarashi á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×