Innlent

"Eiga lögreglumenn bara að koma út af færibandinu í Alcan?"

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Birgir Örn Guðjónsson tjáir sig sjaldan um meint brot lögreglumanna opinberlega en getur ekki orða bundist núna.
Birgir Örn Guðjónsson tjáir sig sjaldan um meint brot lögreglumanna opinberlega en getur ekki orða bundist núna.
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, segist ekki eiga orð yfir seinni ákæruliðinn í LÖKE-málinu svokallaða en hann snýr að því að lögreglumaðurinn, hinn ákærði í málinu, hafi sagt vini sínum frá því á Facebook að hann hafi verið skallaður. Það telst að mati saksóknara brot á trúnaði þar sem málið tengdist lögreglumáli.

Biggi segist í færslu á Facebook við frétt Mbl.is um að fallið hafi verið frá fyrri ákærulið í málinu „segja pass“ við lögreglustarfinu „vegna þess að við höfum rætt við nákomna um ofbeldi gagnvart okkur í vinnunni.“ Biggi segist aðeins þekkja til málsins í gegnum fréttaflutning. „Ég vil byrja á að segja að ég tel það algjörlega nauðsynlegt að fylgst sé vel með störfum okkar lögreglumanna. Starfið er fjölbreytt og vandasamt og valdið sem við höfum er vand með farið. Það er líka fylgst vel með störfum okkar og því sem við gerum,“ segir í færslu Bigga.

En honum þykja þær kröfur sem eru gerðar til lögreglumannsins í málinu ómannlegar. „Hvað er eiginlega í gangi? Eins og það sé ekki nógu slæmt að vera í starfi þar sem við eigum allt of reglulega von á líkamlegu ofbeldi. Eiga lögreglumenn bara að koma út af færibandinu í Alcan? Grjót harðir og ískaldir. Þetta er algjörlega óskljanlegt og ef málið er raunverulega vaxið á þennan hátt eins og hér segir þá verð ég því miður að færa þær fréttir að það þarf að finna eitthvað annað en mannfólk til að sinna þessu starfi.“

Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

LÖKE lokað

Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu.

Kröfu um frávísun í LÖKE-málinu hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá frávísunarkröfu verjenda lögreglumannsins sem sakaður er um að hafa flett upp nöfnum 41 konu í málaskrárkerfi lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×