Erlent

„Ég velti því stundum fyrir mér hvort það sé árið 1962 eða 2016“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Medvedev í Munchen í dag.
Medvedev í Munchen í dag. vísir/getty
Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir nýtt kalt stríð hafið, en með þessum orðum svarar hann evrópskum þjóðarleiðtogum sem hafa fordæmt loftárásir Rússa í Sýrlandi og komið þeim skilaboðum til Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, að loftárásunum verði að linna svo friðarviðræður geti hafist í Sýrlandi.

Í ræðu sem Medvedev hélt á öryggisráðstefnu í Munchen mótmælti hann því að Rússar hefðu skotið á óbreytta borgara í Sýrlandi.

„Það eru engar sannanir fyrir því að við séum að skjóta á óbreytta borgara en samt eru allir að ásaka okkur um það. Rússland er ekki að reyna að ná fram einhverjum leynilegum markmiðum í Sýrlandi heldur erum við aðeins að gæta hagsmuna okkar,“ sagði Medvedev í ræðu sinni. Hann sagði nýtt kalt stríð hafið.

„Þeir búa meira að segja til bíómyndir þar sem Rússland byrjar kjarnorkustríð. Ég velti því stundum fyrir mér hvort það sé árið 1962 eða 2016.“

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, gaf lítið fyrir orð Medvedev. Hann sagði orðræðu Rússa, beitingu herafla þeirra og æfingar með kjarnorkuvopn til þess fallnar að ógna nágrannaríkjum þeirra og grafa undan trausti og stöðugleika í Evrópu.


Tengdar fréttir

Friðarsamkomulag upp á von og óvon

Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b

Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×