Lífið

"Ég var búinn að reyna að fá nálgunarbann“

Ellý Ármanns skrifar
„Ég var búinn að reyna að fá nálgunarbann því ég vissi að þetta yrði rosalegt,“ segir Arnar Grant einkaþjálfari þegar við spyrjum hann út í daginn þegar hann var steggjaður en Arnar gengur að eiga sína heittelskuðu Kristínu Hrönn Guðmundsdóttur í sumar.



„Þetta voru alls 25 vinir mínir sem mættu í rútu til að eyða þessum erfiða en jafnframt frábæra degi með mér,“ segir hann og lýsir fyrir okkur deginum sem var vægast sagt svakalegur. 

Hreggviður, Þórður Már, Baldur Rafn og Arnar Grant og Ívar Guðmundsson.
Það leit ekki vel út

„Ég var látinn kenna spinningtíma í World Class í bleikum spandex-galla með skærbleikt hárið en ég var blettaður með brúnkukremi. Það leit ekki vel út,“ segir Arnar og heldur áfram frásögninni.

Logi lét Arnar syngja fyrir túristana

„Svo var mér stjórnað í miðbæ Reykjavíkur af Loga Bergmann. Ég var látinn syngja og tralla fyrir útlendinga og aðra sem áttu leið hjá. Þá var ég klæddur í hvítan frakka og hvíta leðurskó.“

Hélt að hann myndi deyja

„Í Mjölni var það bardagaglíma. Þetta voru sex lotur og ég er feginn að hafa lifað það af.  Svo fór ég á thunderball bát í 30 mínútur á ævintýralegum hraða. Þarna hélt ég að ég myndi deyja og hélt mér dauða haldi í bátinn.“



Í upptökuver með félögunum

„Ég söng lag í studíói með nokkrum snillingum, Steinda, Gillz og Audda Blö, en tónlistarmyndband sem var tekið upp á nokkrum stöðum. Það verður svo sýnt í veislunni."

Enduðu á sveitaballi

„Síðan borðuðum við besta mat sem ég hef fengið á ævinni frá Kokkunum veisluþjónustu.  Eftir það var ég settur í hraðbát á Þingvallarvatni. Þar var ég settur í gúmmíhring og dreginn á ofsa hraða um vatnið. Á endanum hentist ég af með látum.  Svo fóru þeir með mig á sveitaball úti á landi. Rútan keyrði mig heim síðastan klukkan sex um um morguninn,“ segir hann að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×