Innlent

"Ég tel þetta bara beina uppsögn“

Samúel Karl Ólason Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Auðunn
Hilmar Brynjólfsson var inn í Vaðlaheiðargöngum þegar sprengt var fyrir helgi og er það í þriðja sinn sem slíkt kemur fyrir. Hlutverk hans var meðal annar að hefla reglulega akveginn í göngunum, en hann er hættur störfum.

Enginn á að vera inn í göngunum þegar sprengt er. Hilmar ræddi við Gissur Sigurðsson í fréttum Bylgjunnar.

„Þessi upplifun var náttúrulega langt frá því að vera góð,“ sagði Hilmar sem var algjörlega óviðbúinn inn í vegheflinum. „Þetta var virkilegt álag á hljóðhimnurnar og er alveg afskaplega vont þegar maður er svona óviðbúinn og ekki með heyrnahlífar.

Hilmar segir þetta vera í þriðja sinn í vetur sem sprenging hafi átt sér stað meðan hann hafi verið inn í göngunum. „Ég hef þó aldrei verið jafn innarlega í göngunum eins og núna í síðasta skipti.“

Eftir þetta atvik er Hilmar hættur störfum við gerð Vaðlaheiðarganga.

„Já ég tel þetta bara beina uppsögn. Ég var búinn að tilkynna öll hin skiptin og það var alveg vitað um það. Þetta virðist ekkert ætla að eiga lagast og það er ekki tekið nógu hart á þessu.“

„Það er bara tímaspursmál hvenær þeir drepa mann þarna inni, þannig að ég er bara hættur,“ segir Hilmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×