Lífið

„Ég gerði svolítið hræðilega rangt fyrir fjörutíu árum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stephen rýfur þögnina.
Stephen rýfur þögnina. vísir/getty
Leikarinn Stephen Collins hefur sent tímaritinu People langa yfirlýsingu sem birtist í heild sinni í tímaritinu næsta föstudag. Hann hefur ekki látið í sér heyra í margar vikur, eða síðan fréttasíðan TMZ setti upptöku í loftið þar sem Stephen heyrðist játa misnotkun á ungum stúlkum. 

Stephen segir í yfirlýsingunni að fórnarlömbin hafi verið þrjú á árunum 1973 til 1994 en bætir við að hann hafi ekki fundið fyrir þrá til að endurtaka leikinn síðustu tuttugu ár.

„Ég gerði svolítið hræðilega rangt fyrir fjörutíu árum sem ég sé mjög mikið eftir. Ég hef reynt að bæta fyrir það síðan. Ég hef ákveðið að tala um þetta opinberlega því fyrir tveimur mánuðum settu ýmsar fréttaveitur upptöku í loftið sem fyrrverandi eiginkona mín, Faye Grant, gerði og var tekin upp í hjónabandsráðgjöf í janúar árið 2012. Var tíminn tekinn upp án vitundar og samþykkis hjónabandsráðgjafans eða míns,“ skrifar Stephen.

Hann ætlar að setjast niður með Katie Couric á föstudaginn í þættinum 20/20 á ABC og ræða yfirlýsinguna frekar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×