Fótbolti

„Ég er ólýsanlega stoltur“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason í leik með íslenska landsliðinu.
Sverrir Ingi Ingason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir
„Ég er ólýsanlega stoltur,“ skrifaði Viktor Ingason á Twitter-síðu sína í dag og vísaði til þeirra fregna að bróðir hans, Sverrir Ingi, er á leið til Granada í spænsku úrvalsdeildinni.

Vísir hefur sínum heimildum að Sverrir Ingi sé á leið til Granada og að gengið verður frá félagaskiptunum innan skamms.

Samkvæmt spænskum miðlum er kaupverðið sagt 1,5 milljónir evra eða 180 milljónir króna. Mbl.is greindi hins vegar frá því að kaupverðið væri 1,9 milljónir.

Sjá einnig: Sverrir Ingi á leið til Spánar

Sverrir Ingi er 23 ára og hefur spilað með Breiðabliki, Viking í Noregi og nú síðast Lokeren í Belgíu. Hann er miðvörður og hefur verið fastamaður í landsliðshópnum síðustu ár.

Granada er í næstneðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og fengið flest mörk allra liða í deildinni á sig til þessa. Liðið leikur gegn Espanyol á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×