Sport

„Ég er ekki íþróttamaður - bara feitur maður“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fury á blaðamannafundinum.
Fury á blaðamannafundinum. Vísir/Getty
Hnefaleikakappinn Tyson Fury segir að það sé mikil smán fólgin í því að kalla hann íþróttamann. Hann sé bara feitur maður.

Þessi óvenjulegu ummæli lét hann falla á blaðamannafundi þar sem bardagi hans gegn Wladimir Klitschko var til umfjöllunar.

Þeir mætast öðru sinni í hringnum þann 9. júlí í Manchester en Fury kom öllum að óvörum með því að vinna sigur í bardaganum. Það var fyrsta tap Klitschko í ellefu ár.

„Það er skammarlegt að kalla mig íþróttamann,“ sagði Fury og beindi orðum sínum að Klitschko. „Ég er feitur maður. Þú leyfðir feitum manni að vinna þig.“

„Ég tek hnefaleiki ekki alvarlega. Þetta snýst aðallega um að afla mér tekna. Það væri frábært hjá honum ef honum tækist að vinna feita manninn í þetta skiptið.“

„Ég er feitur maður. Og ég gæti unnið hann hér og nú.“

Fury fer ekki leynt með það að honum leiðast hnefaleikar. „Ég myndi miklu fremur vilja vera heima með börnunum. Ég hata þetta allt saman. Ég hata box. Ég hata að tala við ykkur alla fávitana.“

„Ég er bara of góður til að hætta. Og ég er að hafa of mikið upp úr þessu til þess. Ég vona að Wladimir takist að fara 30 ár aftur í tímann, rota mig og þá get ég hætt þessu.“

Vísir/Getty
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×