Innlent

„Ég áttaði mig ekki á að mér var að blæða út”

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmaðurinn Daníel Magnússon lenti í alvarlegu slysi þar sem hann var einn á ferð í fjallgöngu á Botnssúlum í Hvalfirði, en þangað fór hann til að kanna aðstæður fyrir nýliðapróf Björgunarfélags Akraness.

Hann hrasaði í um 800 metra hæð og rann um 60 metra niður grýtta og bratta fjallshlíð.

„Þegar ég byrjaði að renna man ég eftir því að hafa hugsað að nú væri þetta bara búið. Það var mjög sérstök tilfinning,” segir Daníel. Hann lifði af en hlaut lífshættulega áverka, meðal annars opið lærbrot.

Spurður segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því þá hversu illa slasaður hann var. “Ég áttaði mig ekki á því að mér var í raun að blæða út. Það var ekki það sem ég hugsaði heldur beislaði ég mig í að hugsa: Hvað get ég gert til að bæta ástandið,” segir Daníel sem notaði meðal annars göngubúnað sinn til að spelka fótlegginn.

Farsímasamband var lélegt á svæðinu en Daníel tókst að hringja í 112 og kalla eftir aðstoð. Björgunin reyndist erfið því veðrið hafði versnað til muna frá því Daníel lagði af stað og þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki lent á slysstað.

Mál Daníels var tekið fyrir í fyrsta þætti af Neyðarlínunni sem var sýndur á Stöð 2 í gær. Meðfylgjandi er brot úr þættinum.


Tengdar fréttir

Spila raunveruleg símtöl þar sem kallað er eftir hjálp

Ung kona sem eignast barn ein á baðherbergisgólfi, ökumaður sem hafnar á hvolfi í á eftir bílveltu og fjölskyldufaðir sem háls- og hryggbrotnar í sumarbústað. Þessi mál eru meðal umfjöllunarefnis í nýrri þáttaröð af Neyðarlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×