Innlent

„Ég ætla að drepa ykkur úr leiðindum“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Valli
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hún sagðist ætla að vera þaulsetin í málþófi minnihlutans og drepa þingmenn úr leiðindum:

„Þið búið ykkur bara undir það og vonandi taka fleiri þátt í þessum dagskrárlið.“

Brynhildur ræddi þó mest um það skipulagsleysi sem hún telur einkenna þingstörfin og sagði þau ýta undir ákveðið kæruleysi á meðal þingmanna. Þetta þyki henni ekki gott þó að hún skilji að það sé mikilvægt að þingmenn hafi tíma til að gera grein fyrir máli sínu.

Brynhildur sagði að rökin um tjáningarfrelsi þingmanna ættu þó ekki endilega við í dag þar sem það sé „í raun ekki þverfótað fyrir skoðunum þingmanna. Þeir tjá sig hér, á netinu, bloggsíðum, skrifa greinar, mæta í fjölmiðla.“

Það er því spurning hvort að ætlun hennar um að láta að sér kveða í málþófi stjórnarandstöðunnar sé grín eða alvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×