Innlent

„Ef menn greiða ekki þessar hækkanir þá einfaldlega látum við vita hvaða fyrirtæki þetta eru“

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Dæmi eru um að fyrirtæki telji sig ekki þurfa að greiða kjarasamningsbundnar launahækkanir. Formaður VR segir rangt að fyrirtæki þurfi að hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga og hefur áhyggjur af því að kaupmáttaraukning sem fylgja átti samningunum verði ekki eins og stefnt var að.

„Það er rangt þegar þeir telja sig þurfa hækka jafn mikið og launahækkanirnar eru vegna þess að það er mismunandi hvernig launahlutfallið er í rekstri fyrirtækja. Það er einhver mýta í gangi um það að þegar þú hækkar laun um þrjú prósent þá þurfi vöruverð að hækka um þrjú prósent. Það er bara einfaldlega rangt. Þeir verða bara standa með okkur í þessu til þess að til þes að skila hér auknum kaupmætti eins og til stóð með gerð þessara samninga.“

Formaður VR segir engar forsendur fyrir því að hækka þurfi vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarsamninga. Margt þurfi að ganga upp til þess að samningar haldist út samningstímann

„Nú þurfa allir aðilar að taka sama höndum. Þða er ekki eingöngu á höndum launamannsins að kaupmáttaraukning verði hér. Þetta er heildarverkefni fyrir alla til þess að takast á við. Og við skulum bara vona að menn stígi samhliða inn í þessa vegferð og að við sjáum kaupmáttaraukningu og að við þurfum ekki að rifta samningum hér í byrjun næsta árs.“

Hún segir verðhækkanir geti haft það í för með sér að kaupmáttaraukning sem fylgja átti samningunum verði ekki eins og stefnt var að.

Einnig hefur orðið vart við það að fyrirtæki telji sig ekki þurfa gera kjarasamningsbundnar launahækkanir.

„Þeim ber að sjálfsögðu skylda til þess að greiða þessa launahækkanir. Menn hafa verið að skorast undan og telja sig ekki þurfa að gera þetta á þeim forsendum að þeir séu ekki að greiða starfsfólkinu sínu taxtalaun, en það er bara rangt. Við semjum um grunnhækkanir og allar þær prósentuhækkanir sem koma fram í kjarasamningum ber þeim að greiða eins og allt annað.

Hefur borið mikið á slíkum ábendingum?

"Já, því miður. Það voru tvö stór fyrirtæki en þau brugðust fljótt við og gerðu leiðréttingu á því. Það er eitt fyrirtæki núna sem við fylgjum fast eftir í næstu viku með. Ef menn greiða ekki þessar hækkanir þá einfaldlega látum við vita hvaða fyrirtæki þetta eru.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×