Erlent

„Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Donald Trump hélt sína fyrstu ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag.
Donald Trump hélt sína fyrstu ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði á ný Norður Kóreu í Twitter færslu í nótt. Svaraði hann þar ræðu utanríkisráðherra Norður Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum.

Ri Yong-ho, utanríkisráðherra landsins, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag.



Bandaríkjaforseti svaraði með því að segja að Ri og Kim Jon Un myndu ekki vera lifandi mikið lengur ef þeir halda hátterni sínu áfram.

Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi flugu bandarískar sprengju- og orrustuþotur meðfram austurströnd Norður Kóreu í gær. Tilgangurinn var, samkvæmt tilkynningu frá varnarmálastofnun Bandaríkjanna, að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×