Innlent

„Ef forseti vill stríð... þá værsgo!“

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Segja má að Birgitta Jónsdóttir hafi fangað stemmninguna þegar hún lýsti yfir í lok ræðu sinnar um fundarstjórn forseta: "Ef forseti vill stríð við minnihlutann, þá værsgo!“
Segja má að Birgitta Jónsdóttir hafi fangað stemmninguna þegar hún lýsti yfir í lok ræðu sinnar um fundarstjórn forseta: "Ef forseti vill stríð við minnihlutann, þá værsgo!“ Vísir
Óhætt er að segja að loft sé lævi blandið á Alþingi, en fyrir dyrum er atkvæðagreiðsla um kvöldfund þar sem halda á áfram umræðu um raforkulög. Illu blóði var hleypt í stjórnarandstöðuna þegar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hleypti Jóni Gunnarssyni, formanni atvinnuveganefndar, fram fyrir á mælendaskrá eftir hádegishlé. Hafi ætlunin verið að Jón bæri klæði á vopnin er óhætt að segja að það hafi ekki tekist.

Gera þurfti hlé á þingfundi þar sem reynt var að ná sáttum, en að honum loknum boðaði Einar til atkvæðagreiðslu um kvöldfund. Hún er fyrirhuguð nú upp úr klukkan þrjú.

Stjórnarandstöðuþingmenn streyma nú í pontu og lýsa yfir vilja til að ræða málið í þaula. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir því að forseti hegðaði sér sem forseti alls þings, en ekki meirihluta atvinnuveganefndar, en Einar bar slíkar ásakanir af sér.

Segja má að Birgitta Jónsdóttir hafi fangað stemmninguna þegar hún lýsti yfir í lok ræðu sinnar um fundarstjórn forseta: „Ef forseti vill stríð við minnihlutann, þá værsgo!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×