Lífið

„Dansgólfið verður pakkað“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Intro Beats semur tónlist sem spannar skalann frá Hiphopi yfir í House og víðar, en rætur Adda liggja í Hiphop taktsmíðum og skífuþeytingum.
Intro Beats semur tónlist sem spannar skalann frá Hiphopi yfir í House og víðar, en rætur Adda liggja í Hiphop taktsmíðum og skífuþeytingum.
Funkþátturinn á X-inu stendur fyrir sínum reglulegu „livekvöldum“ á skemmtistaðnum Boston á Laugavegi í kvöld og kemur Addi Intro, betur þekktur sem Intro Beats, til með að skemmta viðstöddum.

Funkþátturinn hélt upp á 20 ára afmæli þáttarins á síðasta ári og í tilefni af því hófust mánaðarleg livekvöld. Fjölmargir listamenn hafa stigið á stokk, en það eru til að mynda hljómsveitin Samaris, Sísý Ey, Hermigerfill, Retro Stefson, Sykur og fleiri.

Félagarnir Baldur Ingi Baldursson, Sveinbjörn Pálsson og Símon Guðmundsson standa að baki Funkþáttarins og livekvöldanna. Eltast þeir sérstaklega við nýja tónlist sem fellur utan þekktra tónlistarstefna ásamt því að rannsaka stefnur og strauma hjá íslenskum tónlistarpródúsentum. 

„Það bendir allt til þess að þetta verði eitt af þessum live kvöldum þar sem dansgólfið verður pakkað, og því leggjum við Funkþáttarmenn til að þið mætið snemma og finnið ykkur pláss,“ segja þeir félagar.

Sem fyrr segir verða tónleikarnir haldnir á Boston Laugavegi í kvöld og opnar húsið stundvíslega klukkan 22. Frekari upplýsingar má nálgast á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×