Erlent

„Casablanca-píanóið“ til sölu

Atli Ísleifsson skrifar
Píanóið var notað í nokkrum lykilatriðum myndarinnar þar sem tónlistarmaðurinn Dooley Wilson flytur meðal annars lagið "As time goes by“ fyrir aðalpersónur myndarinnar.
Píanóið var notað í nokkrum lykilatriðum myndarinnar þar sem tónlistarmaðurinn Dooley Wilson flytur meðal annars lagið "As time goes by“ fyrir aðalpersónur myndarinnar. Vísir/AFP
Píanóið á Rick‘s Café Américain úr kvikmyndinni Casablanca er nú til sölu. Búist er við að píanóið verði selt á fleiri milljónir þegar það verður boðið upp ásamt öðrum hlutum úr frægum kvikmyndum í New York í nóvember næstkomandi.

Um þrjátíu hlutir tengdir kvikmyndinni Casablanca verða einnig boðnir upp, þar á meðal frumhandrit myndarinnar, hurðir að næturklúbbnum Casablanca og áritaðar ljósmyndir af aðalleikurum myndarinnar.

Píanóið var notað í nokkrum lykilatriðum myndarinnar, þar sem tónlistarmaðurinn Dooley Wilson flytur meðal annars lagið „As time goes by“ fyrir aðalpersónur myndarinnar sem Humphrey Bogart og Ingrid Bergman túlkuðu á svo eftirminnilegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×