Lífið

„Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“

Styttan í Camden-hverfinu
Styttan í Camden-hverfinu Vísir/Getty
Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum.

Styttan var gerð af listamanninnum Scott Eaton og er óður til söngkonunnar sem lést eftir baráttu sína við alkóhólisma árið 2011.

Faðir söngkonunnar, Mitch Winehouse, var viðstaddur afhjúpunina.

„Ég finn fyrir mörgu nú þegar Amy hefur verið gerð ódauðleg á þennan hátt. Scott fórst verkið vel úr hendi. Það er eins og hún hafi verið stoppuð á mjög fallegu augnabliki. Fjölskyldan er mjög þakklát Scott og við vonum að aðdáendur Amy elski styttuna eins og við. Okkur langar að minna alla á hversu hæfileikarík hún var, og að hún lifi áfram í gegnum tónlist hennar. Camden- hverfið hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt. Nú stendur hún í miðju hverfisins og það einhvernveginn bara passar.“

Stellingin sem Amy er í átti að ná utan um styrk hennar og fas, en einnig gefa í skyn óöryggi hennar, sagði Eaton um listaverk sitt.

Amy árið 2011Vísir/Getty
Söngkonan var gríðarlega hæfileikaríkVísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×