Erlent

„Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“

Atli Ísleifsson skrifar
Goodluck Jonathan Nígeríuforseti ræðir við Sambo Dasuki, þjóðaröryggisráðgjafa.
Goodluck Jonathan Nígeríuforseti ræðir við Sambo Dasuki, þjóðaröryggisráðgjafa. Vísir/AFP
Allar herb úð ir Boko Haram í N í ger í u ver ð a ey ð ilag ð ar n æ stu sex vikurnar í yfirstandandi s ó kn Nígeríuhers gegn hry ð juverkasamt ö kunum. Þ etta segir Sambo Dasuki, ö ryggisr áð gjafi N í ger í ustj ó rnar.

„Herbúðirnar munu hverfa af yfirborði jarðar,“ segir Dasuki, aðspurður um hvað verði gert varðandi samtökin fyrir þing- og forsetakosningarnar sem fram fara í landinu þann 28. mars næstkomandi.

Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að þetta sé þó ekki í fyrsta sinn sem nígeríska ríkisstjórnin gefi út dagsetningu um hvenær búið verði að berja niður Boko Haram. Þær dagsetningar hafa þó ekki staðist til þessa.

Dasuki segir að þrátt fyrir að markmiðið náist heldur ekki núna, þá verði árangurinn nægilegur til að mögulegt sé að halda kosningarnar. Aukin samvinna héraða geri menn nú betur í stakk búna að kljást við hryðjuverkamennina.

Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram og hafa um 13 þúsund manns farist í átökum frá árinu 2009.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×