Innlent

„Bílbeltin bjarga svo sannarlega!“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bíllinn er gjörónýtur.
Bíllinn er gjörónýtur. myndir/aðsendar
„Er svo ótrúlega þakklát fyrir það að við Stefán og Arthúr lentum ekki verr í því en það að fá áverka á bak og hendur og Arthúr fékk skurð á höfuðið,“ segir Anita Kristinsdóttir, sem missti stjórn á bílnum sínum rétt fyrir utan Hólmavík með þeim afleiðingum að bíll hennar fór tvær veltur.

Anita, sem er 21 árs, var á leiðinni til Ísafjarðar ásamt vinum sínum þeim Stefáni og Arthúri en báðir eru þeir tvítugir. Öll eru þau búsett á höfuðborgarsvæðinu og voru á leiðinni í helgarheimsókn til Ísafjarðar. Slysið átti sér stað síðdegis í dag.

„Bíllinn minn gjöreyðilagðist. Lögreglumaðurinn gat ekki einu sinni séð hvaða tegund hann var.“

Anita segir að sem betur fer hafi allir farþegar verið í bílbeltum sem hafi bjargað þeim.

„Bílbeltin bjarga svo sannarlega!“

mynd/aðsend
mynd/aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×