Fótbolti

"Bandaríkjamenn elska öskubuskusögu“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bandaríkin og viðskipti eru ekki beint þau tvö orð sem flestir tengja við fótbolta. Engu að síður hefur Joshua Robinson, íþróttaritstjóri viðskiptablaðsins Wall Street Journal, bæst í hóp þeirra erlendu fjölmiðla manna sem fylgja nú liðinu eftir.

„Það kæmi mönnum á óvart hversu mikil umfjöllunin er. Við erum alltaf að auka umfjöllun okkar um fótbolta því það eru gríðarlega margir í Bandaríkjunum núna sem fylgjast með íþróttinni. Sérstaklega ensku úrvalsdeildinni þannig sumir þessara stráka eru kunnugleg andlit fyrir Bandaríkjamönnum,“ segir Joshua Robinson.

Robinson er búinn að vera fylgast með öllu Evrópumótinu frá upphafifyrir sinn miðil og tók straujið til Annecy eftir að Ísland kom öllum á óvart og vann England.

„Ég er búinn að vera fylgjast með öllu mótinu en Ísland er augljóslega orðin ein besta saga mótsins. Því er það okkur náttúrlegt að fjalla um þetta. Bandaríkjamenn elska öskubuskusögu og Ísland er ein slík,“ segir Robinson.

„Ég hafði áður skrifað um Ísland. Ég kom til Reykjavíkur þegar Ísland var í umspilinu gegn Króatíu fyrir þremur árum. Við vissum að Ísland yrði alltaf skemmtileg saga á þessu móti en okkur óraði ekki fyrir að liðið yrði svona gott. Fyrir nokkrum nóttum í París ákváð ég að fara til Annecy því þar er sagan og því tók ég lest klukkan fimm um morguninn og kom hingað.“

Robinson segir strákana okkar vera mjög jarðbundna og að gaman sé að tala við þá en sömu sögu megi ekki segja um stærri lið á mótinu. Hann hefur gaman að litlu sögunum innan þeirrar stóru um íslenska liðið en uppáhaldssagan hans tengist frægasta leikmanni Íslands.

„Það eru svo margar skemmtilegar sögur en sú sem ég kann hvað best að meta er Eiður Smári Guðjohnsen. Hann á frábæran feril að baki og vann allt sem hægt var að vinna með félagsliðum. Nú fær hann sitt fyrsta tækifæri til að vera á stórmóti 37 ára,“ segir Joshua Robinson.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×