Handbolti

Anna Úrsúla og Kristín aftur í landsliðið | Karen ekki með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Guðmundsdóttir.
Kristín Guðmundsdóttir. Vísir/Valli
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina við Svartfjallaland og vináttulandsleiki við Pólland.

Ágúst Þór valdi 23 leikmenn að þessu sinni en þar á meðal eru nýkrýndi fimmfaldi Íslandsmeistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og leikmaður ársins, Kristín Guðmundsdóttir, sem koma nú báðar aftur inn í landsliðið.

Anna Úrsúla hefur ekki spilað með landsliðinu frá EM í Serbíu 2012 en Kristín lék síðast með landsliðinu fyrir meira en áratug.

Karen Knútsdóttir, fyrirliði liðsins, er hinsvegar frá vegna meiðsla og verður sárt saknað í þessum leikjum.

Ágúst Þór valdi tvo nýliða í hópinn en það eru Fylkisstelpan Thea Imani Sturludóttir og Gróttustelpan Eva Björk Davíðsdóttir.

Leikirnir í Póllandi eru: 29. maí kl. 15.30 og 30.maí kl. 16.00.

Leikirnir við Svartfellinga eru: 7. júní í Svartfjallandi kl. 18.30 og 14. júní í Laugardalshöllinni kl. 14.30.



Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markmenn:

Florentina Stanciu, Stjarnan

Guðrún Ósk Maríasdóttir, FH

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Grótta

Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof

Eva Björk Davíðsdóttir, Grótta

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karólína Lárudóttir, Grótta

Kristín Guðmundsdóttir, Valur

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Ramune Pekarskyte, LE Havre

Rut Jónsdóttir, Randers

Steinunn Hansdóttir, Skanderborg

Sunna Jónsdóttir, BK Heid

Thea Imani Sturludóttir, Fylkir

Unnur Ómarsdóttir, Skrim

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Kongsvinger




Fleiri fréttir

Sjá meira


×