Lífið

"Áfram Ísland“: Mannhaf á EM-torginu á Ingólfstorgi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Svakaleg stemning.
Svakaleg stemning. Vísir/Eyþór
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á Ingólfstorgi þegar Jón Daði Böðvarsson skoraði gegn Austurríkismönnum í þriðja leik okkar Íslendinga á EM. Torgið er stappfullt af bláklæddum landsmönnum sem fylgjast með leiknum á risaskjá og kalla „Áfram Ísland!“.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er á Ingólfstorgi og náði æðislegri mynd af hamingjusömum fótboltaáhugamönnum eftir markið.

Gera má ráð fyrir því að EM torgið verði áfram fullt af fólki en veður er með besta móti, hlýtt og sólin gerir vart við sig af og til.

Eins og sjá má á tístinu hér að ofan er þó ekki alveg sama hvar maður stendur í mannhafinu.

Brjáluð fagnaðarlæti!Vísir/EYþór
.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×