ŢRIĐJUDAGUR 24. MAÍ NÝJAST 17:30

Kvöldfréttir Stöđvar 2 í beinni

FRÉTTIR

"Af hverju eru öll liđin á eftir mér ef ég er til svona mikilla vandrćđa?“

 
Íslenski boltinn
18:30 16. FEBRÚAR 2016
Gary Martin er kominn í Víking.
Gary Martin er kominn í Víking. VÍSIR/ERNIR

Gary Martin, sem skipti úr KR í Víking í gær, ræddi vistaskiptin úr Vesturbænum yfir í Fossvoginn í Akraborginni í dag.

Martin byrjaði að spila með ÍA þegar hann kom fyrst til landsins 2010, en hann skipti frá Skaganum til KR á miðju sumri 2012 þegar bæði lið voru í Pepsi-deildinni.

Enski framherjinn var gagnrýndur á þeim tíma fyrir að tala sig af Skaganum og hefur fengið þann stimpil að hann sé vandræðagemsi.

Sjá einnig: Martin þakkar stuðningsmönnum KR fyrir allt saman

„Ég vildi alltaf komast í stærra lið en ÍA með fullri virðingu. KR og FH eru stærri lið en ÍA og því var það mjög eðlilegt að fara í KR þegar það bauðst,“ sagði Gary Martin.

„Fólk getur sagt að ég sé til vandræða en hvað gerði ég undir stjórn Rúnars Kristinssonar? Ég skoraði 30 mörk í 60 leikjum, vann deildina, bikarinn tvisvar og fékk bæði brons- og gullskó.“

„Síðan kemur Bjarni inn, ég spila ekkert og liðið vinnur ekki. Ég er ekki að segja að ég hefði unnið deildina fyrir KR en ég hefði hjálpað til. Ég sýndi það þegar ég spilaði á móti FH í sumar,“ sagði hann.

Martin vísar því algjörlega til föðurhúsanna að hann sé einhver vandræðagemsi. „Fólk getur sagt að ég sé vandræðagemsi en ég er það ekki. Ég spilaði vel undir stjórn Rúnars og þá voru engin vandmál. Þá var ég aldrei í fjölmiðlum,“ sagði Martin.

Sjá einnig: Milos: Því fylgir ábyrgð að fá mann eins og Gary Martin

„Sumir líta á mig sem vandræðagemsa því ég leysi ekki úr vandamálunum á réttan hátt eða eins og til er ætlast. Þannig er ég bara. Ég er frá Englandi og hef öðruvísi bakgrunn. Ég geri hlutina öðruvísi.“

„Ég skil ekki þetta tal um að ég sé til vandræða. Af hverju eru öll liðin á eftir mér ef ég er til svona mikilla vandræða?“ sagði Gary Martin.

Hlusta má á allt viðtalið hér að neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / "Af hverju eru öll liđin á eftir mér ef ég er til svona mikilla vandrćđa?“
Fara efst