Innlent

„Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðni á blaðamannafundinum.
Guðni á blaðamannafundinum. vísir/eyþór
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virtist hneykslaður á ákvörðun kjararáðs um að hækka laun sín um hálfa milljón á mánuði á blaðamannafundi sínum á Bessastöðum fyrir stundu. Hann ætlar að sjá til þess að þessi hækkun muni ekki renna eigin vasa.

Hann var þá spurður að því hvort að hann myndi láta mismuninn renna annað.

„Þarf ég að segja það?“ spurði Guðni til baka. „Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því?“

Móðir Teresa er heimsþekkt fyrir starf sitt í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997, 87 ára að aldri. Hún var tekin í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar við hátíðlega athöfn í september síðastliðnum.

Sjá má Guðna mæla þessi orð í myndbandinu hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×