Lífið

#12stig: Fylgstu með söngvakeppninni á Twitter

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sex lög keppast um að komast í úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld.
Sex lög keppast um að komast í úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld. Mynd/Samsett
Seinni undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram í Háskólabíó í kvöld. Þar bítast sex lög um að komast í úrslitakvöld keppninnar sem hófst klukkan 19:45. Þrjú lög verða valin áfram.

Eins og venjulega er búist við því að Eurovision-áhugafólk varpi fram skoðunum sínum á frammistöðu keppenda, kynna og jafnvel áhorfenda í tengslum við keppnina. Umræðan undir myllumerkinu #12stig verður því að öllum líkindum lífleg í kvöld eins og hún var fyrir viku síðan.

Lögin Golddigger í flutningi Arons Hannesar, Óskin mín með Rakel Pálsdóttur, Svaka stuð í flutningi Stefaníu Svavarsdóttur, Agnesar Marinósdóttur og Regínu Lilju Magnúsdóttur, Brosa með Þóri Geir Guðmundssyni og Gyðu Margréti Kristjánsdóttur, Í stormi með Degi Sigurðssyni og Með þér í flutningi meðlima Áttunnar, þeim Sonju Valdin og Agli Ploder, freista þess að komast áfram í kvöld.

Nú þegar hafa þrjú atriði verið valin áfram á úrslitakvöldið en Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér sæti í úrslitum síðasta laugardagskvöld. Framlag Íslands í Eurovision verður svo valið þann 3. mars næstkomandi.

Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og þá er hægt að fylgjast með lifandi straumi af umræðunni í boxinu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×